Húsgögn frá Blå Station

Húsgögn frá Blå Station

Blå Station er fjölskyldufyrirtæki í Åhus á suðurströnd Svíþjóðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 og rætur þess og áherslur liggja í hágæða hönnun en það var einmitt einskær áhuga hönnuðar á að setja á markað eigin húsgögn sem lagði grunninn að Blå Station. Húsnæði fyrirtækisins er hjartað sem tilvera þess byggir á, þar var frum-týpum stillt upp á fyrstu skrefum starfseminnar og fljótlega varð húsnæðið að nokkurskonar „stöð“ og þaðan kemur „Station“ hlutinn í nafni þess. „Blå“ kemur svo frá stofnandanum, Börge Lindau, en hann merkti teikningar sínar þannig. Nýsköpun, forvitni og notendamiðuð húsgögn eru útgangspunktar í hönnun Blå Station. Þar trúir fólk því að ný húsgögn eigi að vera betri og bjóða eitthvað umfram þau húsgögn sem þegar eru á markaðnum.

Big Talk

Honken easy chair

BOB HIDE

MOMANG

Bob 19

Bob19

Villa2

Villa2