Biskupstofa

Nýjar höfuðstöðvar Biskupsstofu við Katrínartún taka svo sannarlega tillit til þarfa starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika. Húsgögn frá A4 leika þar stórt hlutverk og skapa fallega umgjörð. Sesselja Thorberg hjá Fröken Fix Hönnunarstudio hannaði rýmið og lagði mikla áherslu á hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft þar sem starfsfólk og gestir fengju strax á tilfinninguna að þeim væri tekið opnum örmum. Lítil fundarrými og svæði þar sem starfsfólk getur skipt um umhverfi spila líka stóra rullu í hönnuninni.

Sesselja ber samstarfinu við A4 einstaklega vel söguna og ýmsar sérlausnir voru útbúnar í góðu samstarfi þessara aðila. Sérstaklega skemmtilegt er að skoða notkun táknfræðinnar í  þessu verkefni en um hana segir Sesselja: „Táknfræðin fékk að vera áberandi í þessu verkefni enda tilefni til. Ég notaðist við kirkjulitina í árinu sem skiptir eru eftir deildum og svæðum, þríhyrningarnir í öllum filmum á gleri sem teygja sig svo niður í teppin í öllum fundarrýmum eru af sjálfsögðu vísun í hina heilögu þrenningu. Útskornu krossarnir sem eru svo í fljótandi milliveggjum eru auðvitað augljós tilvísun í kirkjuna, en svo langaði mig  einnig að bæta smá húmor inní þetta allt saman og því fengu allir starfsmenn sinn eigin geislabaug fyrir ofan starfsstöðvar sínar.“

Surround básarnir frá EFG

11685

Surround básarnir frá EFG eru ekki bara augnakonfekt, þeir eru líka svo praktískir. Hin fullkomna vin í erli dagsins á líflegum vinnustað. Þar sem hægt er að tylla sér niður, taka stutt símtal, fá frábærar hugmyndir eða bara hugleiða lífið og tilveruna. FourMe stóllinn frá Four Design setur svo punktinn yfir i-ið.

11701

Lítil fundarrými eru nauðsynleg svo starfsfólk geti breytt um umhverfi og lokað sig af ef þörf krefur. Húsgögnin frá Johanson Design eru tilvalin til að búa til slík rými. Atticus stólarnir eru þægilegir og skapa, ásamt Speed Table borðunum, frábærar aðstæður fyrir litla fundi þar sem hugmyndir fara á flug.

11717

Mögulega hið fullkomna horn. Þægilegir Atticus stólar og Shima kollur með borði frá Johanson Design skapa þægindin og Pulse skápurinn frá EFG á bak við sér um að geyma allt það mikilvæga sem á þarf að halda. Combo Cross milliveggurinn fullkomnar svo umgjörðina og tryggir að hljóðvistin sé góð.

11858

Pulse skápurinn frá EFG er ekki bara hentug og falleg geymslueining því á hárri fótagrind getur platan líka nýst sem borð þar sem þægilegt er rýna í gögn og bera saman bækur. Combo Cross fljótandi milliveggurinn glæðir svo umhverfið lífi, býr til aukið næði og lágmarkar umhverfishljóð.

11670

Pulse skáparnir frá EFG eru smekkleg og fullkomin lausn þegar kemur að geymsluplássi í opnu rými. Sum gögn hentar ekki að hafa fyrir allra augum og þá koma lokuðu skáparnir sér einkar vel. Fyrir aftan eru svo opnir Pulse skápar með lægri fótum sem henta til dæmis vel sem bókaskápar.

11734

Lounge útgáfan af FourMe stólnum frá Four Design er eiginlega of freistandi. Hann er sérstaklega hannaður til skapa hlýtt og heimilislegt andrúmsloft á vinnustaðnum, andrúmsloft þar sem öllum líður vel. Tilvalið húsgagn fyrir árangursríka fundi og klædd setan og snjöll hönnunin sjá svo til þess að þægindin séu engu lík.

11903

Pulse línan frá EFG er praktísk og falleg. Hreinar línur gefa tilfinningu fyrir ró í umhverfinu og valmöguleikarnir eru þeir nánast óþrjótandi. Efni, litir og stærð eru allt hlutir sem hægt er að laga að þörfum hvers og eins en hvað sem þú velur þá er eitt ljóst: Það mun fara vel um gögnin þín.

11768

Tab skilrúmin frá EFG fullkomna lesrými meistaranema í Öskju. Þau minnka umhverfishljóð og látlaus hönnunin gæðir umhverfið kurteislegu lífi, allt fyrir þetta einstaka umhverfi sem krefjandi lærdómur útheimtir. Tab skilrúmin henta í nánast hvaða umhverfi sem er því þau koma í ýmsum stærðum og litum.

11654

Combo Cross fljótandi milliveggir frá Abstracta gegna lykilhlutverki þegar kemur að hljóðvist og næði fyrir starfsfólk, auk þess sem þeir setja einstakan svip á rýmið með útskornum krossunum. Þá er hægt að fá í ýmsum útfærslum eins og sjá má á þessari mynd þar sem þeir eru í litaþema verkefnisins.

11789

Það er ómetanlegt að geta litið upp í erli dagsins og spjallað við vinnufélagana í nokkrar mínútur. Mingle sófarnir frá EFG skapa kjör aðstæður fyrir slíkar endurnærandi stundir. Þá er hægt að fá í fjölda lita og samsetningarmöguleikarnir eru óteljandi. Speed Table borðið frá Johanson passar svo kaffibollann þegar þú leggur hann frá þér.

11889

Besta svæðið til að geyma möppur, mikilvæg skjöl og ýmsa smáhluti er ekki á skrifborðinu þínu heldur í EFG Hold turnskápunum. Þeir eru rúmgóðir, setja fallegan svip á umhverfið og þeim er hægt að læsa. Skipulagið í útdraganlegri hirslunni er svo hægt að aðlaga eftir þörfum, t.d. með því að bæta við skúffum.

11758

Þegar útlit, notagildi og nýting á plássi skiptir allt máli þá koma FT4 fellanlegu margnota borðin frá Cube Design sterk inn. Hvort sem tilefnið er stór fundur, ráðstefna eða kennsla þá tryggja sveigjanlegir notkunarmöguleikar borðanna að uppstillingin verður eins og best verður á kosið. Að auki taka þau lítið pláss í geymslu.

11747

Þegar útlit, notagildi og nýting á plássi skiptir allt máli þá koma FT4 fellanlegu margnota borðin frá Cube Design sterk inn. Hvort sem tilefnið er stór fundur, ráðstefna eða kennsla þá tryggja sveigjanlegir notkunarmöguleikar borðanna að uppstillingin verður eins og best verður á kosið. Að auki taka þau lítið pláss í geymslu.

11879