




Backnine frisbíboccia lítið sett
WAB591C01
Lýsing
Lítið sett, nokkurs konar blanda af frisbí og boccia, sem er fullkomið í ferðalagið! Hér er markið lagt á jörðina og keppst um að koma frisbídisk í miðjuna í sem fæstum tilraunum. Hægt er að útfæra leikinn á ýmsa skemmtilega vegu, t.d. er hægt að hafa eina umferð þar sem standa þarf á öðrum fæti þegar frisbídisknum er kastað í átt að markinu og aðra þar sem leikmenn kasta disknum og hafa augun lokuð.
- Létt og fyrirferðarlítið, í ferðapoka, svo það er auðvelt að fara með settið á milli staða og kippa því með í fríið
- Skorkort fylgir til að skrá niður stigin
Aðferð: Einn leikmaður kastar hringnum til að ákveða hvar markið er. Hver leikmaður kastar svo sínum frisbídisk í átt að markinu og stigin eru skráð í skortkortið.
Framleiðandi: Waboba
Eiginleikar