Atómstöðin - kilja 2020 | A4.is

Atómstöðin - kilja 2020

FOR225805

Atómstöðin - kilja - nútímastafsetning

„Ég vil verða maður … Hvorki kauplaus ambátt eins og konur þeirra fátæku né keypt maddama eins og konur þeirra ríku; þaðan af síður launuð hjákona; og ekki heldur fangi barns sem mannfélagið hefur svarið fyrir. Maður með mönnum: ég veit það er hlægilegt, fyrirlitlegt, svívirðilegt og byltingarsinnað … En ég er nú svona gerð.“

Norðanstúlkan Ugla kemur í höfuðstaðinn til að læra á orgel. Þar mæta henni tveir heimar; borgaralegt þingmannsheimilið þar sem hún er í vist og litskrúðugt mannlíf í húsi organistans. Ólík lífsgildi takast á og þroskasaga Uglu er um leið beitt þjóðarsaga; róttæk, kímin og heimspekileg.

Atómstöðin er ein af umdeildustu skáldsögum Halldórs Laxness enda snertir hún siðferðisleg og pólitísk álitamál sem brunnu á landsmönnum þegar hún birtist fyrst árið 1948. Hún hefur komið út víða erlendis, gerð hefur verið kvikmynd byggð á sögunni og hún sett á svið. Þessi útgáfa er með nútímastafsetningu.

Höfundur : Halldór Laxnes
Forlagið 2020