Aston fjölnota stóll | A4.is

Aston fjölnota stóll

JHASTON

ASTON – vinnuvistfræðilegur léttleiki sem daðrar við fortíðina!



Úr smiðju Johanson og Johan Lindstén kemur stóllinn Aston.


Nýr og fallegur stóll sem sómir sér vel í hönnunarsafni Johan Lindstén sem samanstendur m.a. af Speed, Pelican og Chesterfield hljóðvistarpanel á veggi.


Aston er mjög nettur og staflanlegur stóll sem hver og einn getur persónugert með góðu úrvali af litum og áklæði.


Smáatriði eins og festingar sem tengja fætur og bak eru falin í smíðinni.


ASTON er sjálfsmynd hönnunar sem leitast við að lágmarka fjölda íhluta og nota tækni eins og 3D beygingu á járngrindinni án þess að skerða útlit eða þægindi á nokkurn hátt.


Innblástur að láni frá hinum klassíska Thonet café chair tréstól gefur hinum nútímalega Aston fágað og sérstakt yfirbragð sem sómir sér vel í hvaða aðstæðum sem er.



Framleiðandi: Johanson Design


Ábyrgð: 5 ár gegn framleiðslugöllum



Komdu til okkar í Skeifuna 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.