Askja | A4.is

Askja

Askja, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, er glæsileg bygging sem var vígð vorið 2004. Húsið var á sínum tíma bylting fyrir nema í líf- og jarðvísindum og gegnir mikilvægu hlutverki í háskólasamfélaginu. Í byggingunni er stærsti gluggi landsins sem setur svo sannarlega svip á umhverfið, gerir það vistlegt og vefur það birtu. Nú hefur önnur bylting átt sér stað í Öskju því aðstaða nemenda og starfsfólks hefur verið bætt enn frekar með húsögnum frá A4. Þannig hefur lesrými meistaranema verið uppfært ásamt almennum vinnurýmum í húsinu. Að auki var hluti húsgagna í opnum rýmum uppfærður til að auka þægindi og hlýleika fyrir gesti og gangandi.