Askja

Askja, náttúrufræðahús Háskóla Íslands, er glæsileg bygging sem var vígð vorið 2004. Húsið var á sínum tíma bylting fyrir nema í líf- og jarðvísindum og gegnir mikilvægu hlutverki í háskólasamfélaginu. Í byggingunni er stærsti gluggi landsins sem setur svo sannarlega svip á umhverfið, gerir það vistlegt og vefur það birtu. Nú hefur önnur bylting átt sér stað í Öskju því aðstaða nemenda og starfsfólks hefur verið bætt enn frekar með húsögnum frá A4. Þannig hefur lesrými meistaranema verið uppfært ásamt almennum vinnurýmum í húsinu. Að auki var hluti húsgagna í opnum rýmum uppfærður til að auka þægindi og hlýleika fyrir gesti og gangandi.

DC09686

FourSure 66 stólinn frá Four design er ekki bara glæsilegur heldur er hann einstaklega þægilegur þökk sé V-laga sveigjanlegu bakinu, mjúkum línum og hreyfanlegri setunni. FourSure 66 stólarnir í Öskju eru á hjólum sem er fullkomið fyrir líflegt hópvinnurými eins og við sjáum á myndunum.

DSC09731-2

Í opnu lesrými er nauðsynlegt að geta einangrað sig frá umhverfinu og horfið inn í eigin hugarheim þegar þörf krefur. Den lesbásarnir frá Four Design eru hannaðir til að draga úr umhverfishljóðum og skapa þetta rými. Þá er hægt að fá með innstungum og lesljósum auk þess sem þeir koma í fjölda lita og með óteljandi samsetningarmöguleika.

DC09714

Hinn fullkomni skrifborðsstóll er bæði þægilegur og fallegur. Yoyo skrifborðsstóllinn frá EFG býr einmitt yfir þessum eiginleikum auk þess að vera með Möbelfakta vottun. Hönnunin er stílhrein en með sterkan svip sem sést vel á bakinu sem myndar fallegt Y-form. Að auki er það með neti sem hleypir út líkamshita og tryggir þannig aukin þægindi.

DC09741

Den lesbásarnir frá Four Design eru hannaðir til að draga úr umhverfishljóðum og skapa þetta rými

DC09750

Navi borðin frá EFG, hönnuð af Jonas Forsman, eru falleg og praktísk. Þau henta til dæmis einstaklega vel til að setjast niður með fartölvuna eða leggja frá sér kaffibollann. Bold pullurnar frá EFG bjóða þér svo sæti og eru einstaklega hentugar því þær er hægt að færa til að vild. Ekki skemmir svo fyrir að þær koma í fjölda lita og áklæða.

DC09688

FourSure 66 stólinn frá Four design

DSC09723
DSC09706

Tab skilrúmin frá EFG fullkomna lesrými meistaranema í Öskju. Þau minnka umhverfishljóð og látlaus hönnunin gæðir umhverfið kurteislegu lífi, allt fyrir þetta einstaka umhverfi sem krefjandi lærdómur útheimtir. Tab skilrúmin henta í nánast hvaða umhverfi sem er því þau koma í ýmsum stærðum og litum.