Alpaka | A4.is

Alpaka

Alpakaullin kemur af alpaka, suðuramerísku kameldýri sem er náskylt lamadýrinu og kemur frá fjöllum Suður-Ameríku. Því þarf ullin að vernda dýrið fyrir öllum veðrum, jafnt í kulda sem hita. Margir þola illa ull af sauðfé vegna lanólínsins sem í henni er og veldur ofnæmisviðbrögðum og þeim hentar því vel að nota alpakaullina sem er laus við lanólínið. Alpakaullin hentar vel í fjölmörg verkefni, t.d. peysur, vettlinga, trefla, teppi og margt fleira.

Nokkrir kostir alpakaullarinnar eru þeir að hún:

  • er silkimjúk
  • er endingargóð
  • minnir á merínóull en er hlýrri
  • hrindir frá sér vatni, dregur það ekki í sig og heldur því betur hita
  • hentar vel fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir lanólíni sem finnst í sauðfé