Alias: Spil sem fær fólk til að tala
MYN99720
Lýsing
Alias er spil sem fær fólk til að tala, bráðskemmtilegur orðaleikur á íslensku sem er spilaður í liðum. Liðin geta verið eins fjölmenn og hver vill en minnst verða þau að vera tvö með tveimur leikmönnum í hvoru liði. Markmiðið er að láta liðsfélagana giska á orðið sem þú ert að útskýra fyrir þeim og þú mátt bara gefa ýmsar vísbendingar án þess að nefna orðið sjálft. Fyrir hvert rétt gisk færir liðið sig áfram um einn reit á spilaborðinu og það lið sem fyrst kemst á endareitinn sigrar. Hljómar eins og það sé ekkert mál? Vissulega, en tíminn er af skornum skammti...
- Fyrir 10 ára og eldri
- Fjöldi leikmanna: +4 (minnst 2 lið með 2 leikmönnum)
- Spilatími: +60 mínútur
- CE-merkt
- Útgefandi: Tactic, 2024
- Merki: Partíspil, fjölskylduspil, orðaspil, unglingaspil, félagsmiðstöð, partýspil, möndlugjöf, á íslensku
Eiginleikar