Bætum hljóðvist með Abstracta

Bætum hljóðvist með Abstracta

Á liðnum árum hefur orðið bylting þegar kemur að hljóðvistarlausnum en sænska fyrirtækið Abstracta tekur þeirri byltingu fagnandi, enda alls ekki nýgræðingur á því sviði. Abstracta hefur framleitt hljóðvistarlausnir frá árinu 1972 og er því sannkallaður brautryðjandi. Fyrirtækið útvegar fjölbreyttar, vandaðar og smekklegar lausnir fyrir hverskyns umhverfi, allt frá hljóðísogandi skilrúmum og yfirborðslausnum til húsgagna með hljóðvistunar eiginleika. Hverjar sem hljóðvistarkröfurnar eru þá sér vöruúrval Abstracta til þess að fyrirtækið getur mætt þeim. Vönduð framleiðslan er í Smálöndunum í Svíþjóð en fyrirtækið bætir líf viðskiptavina víða um heim með því að tryggja fyrsta flokks hljóðvist við hinar ýmsu aðstæður.

Skoða bæklinga frá abstracta

DB Modular sófinn er klæddur með áklæði sem dempar hljóð, og kemur með mýkt og ró inn í mismunandi rými. Sófinn kemur í mörgum mismunandi útfærslum og hægt er að skapa með honum staði þar sem hægt er að vinna í næði og svigrúm fyrir óformlega fundi og umræður.

Scala hljóðvistar línan frá Abstracta er innblásin af íslenskum húsum sem eru klædd með bárujárni. Línan er ekki eingöngu falleg á að horfa heldur er hún með frábæra hljóðdempandi eiginleika. Hægt er að fá 4 útgáfur af einingunum, lofthengdum, vegghengdum, gólfskilrúm og sem borðskrilrúm.

Plentypod næðisklefi er tilvalin þegar það vantar hljóðlátt herbergi fyrir fund, vinnu eða þarf að taka símtal. Plentypod hentar sérstaklega vel í opin skrifstofyrými og almenningsrými, þau eru hreyfanleg og eru til í mismunandi stærðum

The Lily er hljóðeinangrandi ljós  og er ný hugmynd þegar kemur að hljóðvist. Ljósið er búið til úr mótuðum hávaðadempandi efnum. Hönnunin á ljósinu er einstök og minnir útlit þess á vatnalilju sem lítur út fyrir að svífa í lausu lofti.

Domo Wall booth var hannaður til að leysa það vandamál hvert hægt sé að fara þegar þarf að fara á rólegt einkarými til að hringja eða einbeita sér.

Air-X frá Abstracta eru hljóðdempandi einingar með seglum. Seglarnir gera þér kleift að búa til nokkur mismunandi munstur. Einingarnar eru hengdar upp í loft og þannig er hægt að mynda skilrúm milli svæða eða búa til næðisrými svo eitthvað sé nefnt.

dB Pillar (súlan) virkar ótrúlega vel í að draga í sig hljóð. Efni og hönnun súlunnar gefa henni einstaka hljóðdempandi eiginleika sem draga úr lágtíðni hávaða. db Pillar er til í mismunandi útfærslum eins og sem borð, kollar, súlur með tússtöflu, með stuðningi við klifurplöntur, með tímaritahaldara, með blómapottum og með fatahengi.

Stitch er mjúkt og notalegt skilrúm sem er bólstað úr þykku efni og hefur framúrskarandi hljóðdeyfandi eiginleika. Hönnuðurinn var innblásinn af sófum, púðum og dúnúlpum og hafði það markmið að bæta hljýju og mýkt við rými.