• Allar vörur

Hvað er A4 outlet?

Í A4 outlet finnur þú gæðavörur sem eru að hætta í sölu hjá A4, með 40-80% afslætti. Vörurnar eru ekki gallaðar eða skemmdar, þær eru einfaldlega hættar í framleiðslu eða innkaupum hjá okkur.

Þú finnur outletvörur í öllum verslunum A4 og þær eru allar aðgengilegar á einum stað á vefnum okkar. Í A4 outlet eru yfir 5.000 vörur og bætist reglulega við.

Skapandi samvera

Í A4 outlet finnur þú mikið úrval af vörum sem gera bæði samveru og einveru að sannkallaðri gæðastund. Skoðaðu úrval af skapandi vörum, leikföngum og spilum og púsli. Einnig er hægt að grípa tækifærið og gera góð kaup á hannyrðavörum sem eru að seljast upp og koma ekki aftur. 

Skóli og vinna

Auðvelt er að gera góð kaup í skólavörum, bæði fyrir nemendur og kennara. Eins eru skrifstofuvörur á A4 outlet ásamt húsgögnum, bæði fyrir vinnustaðinn og aðstöðuna heima fyrir.