A4 öðlast jafnlaunavottun | A4.is

A4 öðlast jafnlaunavottun

Fréttir

Image

Egilsson ehf er stolt af því að hafa öðlast jafnlaunavottun í ágúst síðastliðnum, sem nær til allrar starfsemi A4, Legobúðarinnar og Panduro verslunarinnar. Fyrirtækið uppfyllti allar kröfur sem liggja til grundvallar fyrir vottuninni.

Með lögum frá Alþingi sem lögfest voru í júní 2017 var fyrirtækjum og stofnunum hér á landi gert skylt að taka upp jafnlaunavottun. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Lögin fela í sér að íslensk fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi staðfestingu á að þau fari eftir jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur ÍST 85 staðalsins.

Fjölmennustu vinnustaðirnir, sveitarfélög og stofnanir í landinu þurftu að hafa öðlast vottunina fyrstir en smærri fyrirtæki fengu lengri tíma til að aðlagast breyttu lagaumhverfi. A4 sem er með um 140 starfsmenn hafði þannig til ársloka 2021 til þess að ljúka vinnu við innleiðingu, en kláraði hana mun hraðar.

„Við hjá A4 erum afar stolt af því að hafa lokið þessari vottun núna í ágúst 2019, enda höfum við lagt áherslu á að tryggja að hjá okkur að faglega sé unnið að öllum launamálum og að launaákvarðanir teknar út frá þeim gildum sem lögð er áhersla á í jafnlaunavottuninni“ segir Alfa Lára Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri A4.

„Við sáum þessa vottun sem tækifæri til þess að styðja við öguð og vönduð vinnubrögð þegar kemur að mannauðsmálum og töldum því ekki eftir nokkru að bíða. Vinnan við innleiðinguna var lærdómsrík og skilar okkur augljósum ávinningi í mannauðsmálum” sagði Alfa Lára með stolti.