Sketch frá Johanson | A4.is

Sketch frá Johanson

Sketch frá Johanson

Sería sem var upphaflega framleidd til að marka formennsku Svíþjóðar í Evrópusambandinu árið 2023. Á þeim tíma var serían hluti af uppsetningu í Brussel sem gekk undir nafninu The Yellow Thread. Nú, eftir að hafa verið kynnt á Stockholm Design Week 2024, er línan tilbúinn fyrir markaðssetningu. Fyrir þessa nýju útgáfu, hefur verið gengið verulega lengra í þróun til að skapa sveigjanlegar einingasætalausnir fyrir almenning.

Umbætur hafa verið gerar hvað varðar þægindi, stærðir og íhluti sem notaðir eru til að tengja saman einstakar einingar til að mynda hægindastóla, sófa og bekki.

Fyrir leikmynd og innanhússhönnun sýningar sinnar í Brussel gerðu Färg & Blanche tilraunir með teppa-overlock vél. Hins vegar í stað þess að nota hana á hefðbundinn hátt, þá saumuðu þau saman mörg lög af filt eða textíl til að framleiða þau þrívíddarform sem þau vildu. Þetta gerði það mögulegt að búa til ekki aðeins veggi, heldur líka lampa, palla og húsgögn, þar sem overlock saumur þjónaði tvöföldu hlutverki, eins og bæði byggingarþátt og hönnunareiginleika. Sem hluti af þeirra brautryðjandi þróunarferli prófuðu Färg & Blanche þessa tækni með því að nota Hallingdals vefnaðinn frá Kvadrat, sem er framleiðandi nútíma vefnaðarvöru.

Fréttir

Unit frá Lintex

A4 Húsgögn

Hreyfanlegar veggeiningar sem skapa næði og ró í lifandi nútíma skrifstofum. UNIT fæst bæði í með blöndu af gleri og textíl eða sem tvíhliða textílútgáfa. Allar yfirborðsútgáfur eru sérsníðanlegar með fjölbreyttu úrvali gler- og efnislita. UNIT getur verið skapandi flöt til að skrifa á, þurrka út eða festa upp eða virkað sem hljóðdeyfir. Þökk sé innfellanlegum hjólum er einingin alltaf tilbúin til að mynda skjól eða breyta rýminu á sveigjanlegan hátt.

Victor Eggbox frá Decibel

Hljóðvist - A4 Húsgögn

Glæný enn samt gömul hönnun frá Decibel. Endurhönnun á eggjakassann. Stærri og betri en nokkru sinni fyrr.

Akunok frá Abstracta

A4 Húsgögn

Orðið Akunok er leikur með orðin acoustic og nook og snýst um vandlega mótað næði, án þess að mynda lokað rými. Akunok er hannað fyrir lifandi umhverfi þar sem hreyfing og hávaði eru ríkjandi, eins og opnar skrifstofur og samvinnurými. Það hentar einnig einstaklega vel í anddyri, bókasöfn og lesstofur eða til að bæta hljóðvist og skapa rýmisbreytileika í stórum, opnum svæðum eins og verslunarmiðstöðvum og flugvöllum.