Sketch frá Johanson | A4.is

Sketch frá Johanson

Sketch frá Johanson

Sería sem var upphaflega framleidd til að marka formennsku Svíþjóðar í Evrópusambandinu árið 2023. Á þeim tíma var serían hluti af uppsetningu í Brussel sem gekk undir nafninu The Yellow Thread. Nú, eftir að hafa verið kynnt á Stockholm Design Week 2024, er línan tilbúinn fyrir markaðssetningu. Fyrir þessa nýju útgáfu, hefur verið gengið verulega lengra í þróun til að skapa sveigjanlegar einingasætalausnir fyrir almenning.

Umbætur hafa verið gerar hvað varðar þægindi, stærðir og íhluti sem notaðir eru til að tengja saman einstakar einingar til að mynda hægindastóla, sófa og bekki.

Fyrir leikmynd og innanhússhönnun sýningar sinnar í Brussel gerðu Färg & Blanche tilraunir með teppa-overlock vél. Hins vegar í stað þess að nota hana á hefðbundinn hátt, þá saumuðu þau saman mörg lög af filt eða textíl til að framleiða þau þrívíddarform sem þau vildu. Þetta gerði það mögulegt að búa til ekki aðeins veggi, heldur líka lampa, palla og húsgögn, þar sem overlock saumur þjónaði tvöföldu hlutverki, eins og bæði byggingarþátt og hönnunareiginleika. Sem hluti af þeirra brautryðjandi þróunarferli prófuðu Färg & Blanche þessa tækni með því að nota Hallingdals vefnaðinn frá Kvadrat, sem er framleiðandi nútíma vefnaðarvöru.

Fréttir

Online Meeting Table frá Cube-Design

A4 Húsgögn

Á tímum þar sem vinnustaðir verða sífellt stafrænni eru nýjar kröfur gerðar til skrifstofuhúsgagna. Uppfærðu netfundi þína og auktu framleiðni funda með nýja netfundarborðinu frá Cube Design – hinu fullkomna vali fyrir stafræna vinnustaði. Þetta borð er hannað fyrir netfundi. Glæsileg dropalaga borðplatan gerir kleift að hafa gott sjónrænt samband milli allra þátttakenda – bæði líkamlega og á netinu. Þökk sé traustri smíði, sérstökum gæðum og lífrænu formi er nýja borðið okkar hannað til að skapa hinn fullkomna stað til að hittast rafrænt í stíl og þægindum.

Circuit frá Decibelab

A4 Húsgögn

Eins og nafnið gefur til kynna er CIRCUIT í öllum sínum fjölmörgu útgáfum endalaus samfella sem er óendanleg hvað varðar stillingar og samsetningar. Með orðum hönnuðarins Johan Lindstén sjálfs eru hinir ýmsu þættir „hannaðir til að skapa hringlaga form, náttúrulega hringrás, óendanlega samfellu.“

Vika Wall Light frá Abstracta

A4 Húsgögn

Með það að markmiði að skapa friðsælt andrúmsloft hefur Abstracta, í samstarfi við hönnuðinn Khodi Feiz, farið nýja leið í hljóðlýsingu með Vika veggljósinu. Skermurinn er formaður eins og brotinn vængur með mjúkri, glóandi og fullkomlega samþættri LED lýsingu. Þetta skapar rými sem umlykur og gleypir bæði lág- og hátíðnihljóð en hylur ljósgjafann sjálfan. Óbein, umhverfisbirta skapar skemmtilegt andrúmsloft. Í skrifstofuumhverfi og fundarherbergjum dregur Vika veggljósið úr truflandi bakgrunnshljóði. Á veitingastöðum og í hótelumhverfi stuðlar það að afslöppuðu andrúmslofti með því að dempa spjall og bergmál og skapa jafnframt stemningu.