Herkastalinn | A4.is

Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Nýlegar höfuðstöðvar Hjálræðishersins á Íslandi hafa vakið athygli fyrir eftirtektarvert útlit. Húsið stendur við Suðurlandsbraut 72 í Reykjavík og þar er yfirstjórn samtakanna staðsett en í húsinu fer einnig fram fjölbreytt starfsemi. Til dæmis eru þar haldnar samkomur, ýmiss konar velferðarþjónusta er í boði og veitingarekstur auk þess sem hægt er að leigja sali fyrir fundi, námskeið og veislur.

Þar sem notkunarmöguleikar hússins eru svo fjölbreyttir og fjöldi gesta í húsinu mjög breytilegur þurfti að hafa það til hliðsjónar við hönnunina og þess gætt að rýmin væru stór og sveigjanleg. Teiknistofan Tröð leitaði til okkar varðandi húsgögn sem uppfylltu þarfir þessa einstaka húsnæðis og útkoman er svo sannarlega glæsileg.



Áklæði valið út frá litapallettu hússins

Áklæði valið út frá litapallettu hússins

Þegar kom að því að velja sófa varð Hippione-sófinn frá EFG fyrir valinu. Hönnun hans er sveigjanleg því sófann er hægt að setja saman á ýmsa vegu og hægt að velja áklæði sem hentar hverju rými og hafa í huga til dæmis álag og hversu mikil umgengnin er. Áklæðið á sófanum sem prýðir húsnæði Hjálpræðishersins er frá Camira Fabrics og er slitsterkt á við vínyl en þægilegt eins og tau. Litur áklæðisins var valinn út frá litapallettu hússins.

Chat-borðin frá EFG setja svo punktinn yfir i-ið við sófana en þau er hægt að fá í ýmsum stærðum og útgáfum.

FourSure 88 

FourSure 88 

FourSure 88-stólarnir frá Ocee & Four Design spila stórt hlutverk í húsnæði Hjálpræðishersins. í Reykjavík. Litir stólanna voru sérvaldir með tilliti til litapallettu hússins og sleðafætur með samtengingu sjá til þess að auðvelt sé að stilla þeim upp í raðir þegar slíkt hentar.

Til að auka fjölbreytnina voru settar bólstraðar setur á suma stólana og það setur skemmtilegan svip á heildarmyndina.

FourSure-stólarnir eru hannaðir með áherslu á þægindi, endingu og nútímalega hönnun. Þeir eru einstaklega léttir en sterkbyggðir; skelin er með bognu baki sem styður vel við og fæturnir eru úr sterkum málmi. Þægindi og glæsileika fara hér saman og stílhreinar og tímalausar línur stólanna gera þá tilvalda í öll rými.