Viðgerðir

 

Tækjaviðgerðir

A4 býður viðgerðarþjónustu hjá sérhæfðum viðgerðaraðila fyrir öll helstu raftæki sem seld eru hjá fyrirtækinu og eru enn í ábyrgð.

Ef upp kemur bilun skal fara með vöruna ásamt reikningi til viðgerðaraðila A4 sem í þessu tilviki er Sónn rafeindaþjónusta. Þeir meta hvort viðgerðin falli undir ábyrgð.

Almenn ábyrgð á raftækjum er eitt ár til fyrirtækja og tvö ár til einstaklinga. Ábyrgð gildir ekki ef tækið hefur verið opnað eða átt við það nema að A4 eða Sónn hafi haft yfirumsjón með því eða samþykkt verkið. Auk þess gildir ábyrgðin ekki ef rekja má bilunina til illrar eða rangrar meðferðar eða ef um eðlilegt slit er að ræða.

Sé viðkomandi búsettur utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að koma með vöruna í verslun A4 á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Að öðrum kosti er varan send í viðgerð á kostnað sendanda.

Viðgerðaraðili
Sónn rafeindaþjónusta ehf
Faxafeni 12
108 Reykjavík
www.sonn.is

Töskuviðgerðir

Ef um framleiðslugalla er að ræða gilda ábyrgðarskilmálar og gert er við töskuna eiganda að kostnaðarlausu. Ef ekki reynist unnt að gera við gallaða tösku er henni skipt út fyrir nýja. Viðskiptavinur þarf að framvísa reikningi fyrir töskunni. Flestar Samsonite töskur eru með fimm ára ábyrgð, en einstaka tegundir með tíu ára ábyrgð.

Töskuviðgerðin ehf,  Ármúla 34 er þjónustuaðili fyrir Samsonite ferðatöskur á Íslandi.
 
Ef taska skemmist í meðförum flutningsaðila (t.d. flugfélags) er það á ábyrgð viðkomandi flutningsaðila að greiða fyrir viðgerð á töskunni eða fyrir nýja tösku eftir því sem við á. Í slíkum tilvikum þarf að framvísa tjónaskýrslu frá flutningsaðila og í framhaldi metur Töskuviðgerðin tjónið og hvort hægt er að gera við töskuna. Ef ekki reynist unnt að gera við töskuna metur Töskuviðgerðin virði hennar. Í þeim tilvikum sem þarf að panta varahluti erlendis frá, til að gera við tösku, getur slíkt tekið allt að þrjár vikur.
 
Reynt er að tryggja að gert sé við allar Samsonite töskur sem þarfnast viðgerðar, en ef taskan er ekki keypt á Íslandi eða annars staðar í Evrópu, eða er eldri en tíu ára gömul, getur verið útilokað að útvega varahlut í viðkomandi tösku.
 
Ef ekki er hægt að gera við töskuna veitir A4, í samráði við Samsonite, afslátt af nýrri tösku.

Viðgerðaraðili
Töskuviðgerðir ehf
Ármúla 34
108 Reykjavík
www.toskuvidgerdin.is