Fréttir & vörur
Bókatíðindi 2024 eru komin út
Fréttir
Það getur verið erfitt að hafa yfirsýn yfir allan þann fjölda af bókum sem eru að koma út fyrir jólin eða þær fjölmörgu bækur sem hafa komið út fyrr á árinu. Bókatíðindi 2024 eru kærkomin leið til að einfalda málið, hvort sem verið er að leita að bók í jólapakkann eða finna hugmyndir að næsta lesefni fyrir þig eða bókaklúbbinn til dæmis. Þú færð ókeypis eintak af Bókatíðindum í næstu verslun okkar.
Gæðavörur fyrir skipulagið
Vörukynning
Exacompta er þekkt fyrir fjölbreytt úrval af gæðavörum fyrir skipulag og stjórnun, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þar má nefna við bréfabindi, minnisbækur, blaðabakka, teygjumöppur, kóramöppur og margt fleira. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framþróun þegar kemur að hönnun og framleiðslu, enda eru tímarnir sífellt að breytast og mennirnir með. Með vörunum frá Exacompta er auðvelt að hafa skipulagið í toppmálum.
Skjásíur vernda augun - og skjáinn
Vörukynning
Njóttu þess að sitja við tölvuskjáinn, laus við augnþreytu og áhyggjur af því að forvitin augu sjái eitthvað sem er ekki ætlað þeim. Skjásía er ómissandi fyrir opna vinnurýmið, heimaskrifstofuna og þig! Það er auðvelt að setja hana upp og taka hana niður ef þess gerist þörf.
A4 Húsgögn
Hjálpræðisherinn
Húsgögn
Nýlegar höfuðstöðvar Hjálræðishersins á Íslandi hafa vakið athygli fyrir eftirtektarvert útlit. Þar er yfirstjórn samtakanna staðsett auk þess sem þar fer fram fjölbreytt starfsemi eins og samkomur, ýmiss konar velferðarþjónusta og veitingarekstur.
Biskupsstofa
Húsgögn
Nýjar höfuðstöðvar Biskupsstofu við Katrínartún taka svo sannarlega tillit til þarfa starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika. Húsgögn frá A4 leika þar stórt hlutverk og skapa fallega umgjörð.
Háskólinn í Reykjavík
Kennararými Háskólans í Reykjavík er glæsilegt, margnota rými þar sem starfsfólk á stund milli stríða í erli dagsins. Þar eru einnig haldnir fundir, fyrirlestrar og aðrar samkomur. Einstakur arkitektúr hússins fær að njóta sín og sérstök áhersla var lögð á þægindi og einfaldleika húsgagnanna. Húsgögnin koma frá EFG og heildarsvipur rýmisins er tryggður með því að velja samskonar áklæði á húsgögn úr mismunandi línum. Allir fætur voru sprautaðir svartir og öll bólstruð húsgögn voru klædd með Canvas áklæði frá Kvadrat í tveimur gráum litum. Útkoman er bæði falleg og praktísk.