Algengar spurningar | A4.is

Algengar spurningar

Hvar er pöntunin mín?

Afhendingartími pantana er 1-3 virkir dagar. Á tilboðsdögum getur afgreiðslutími pantana lengst. Afhending pantana er háð dreifingu Póstsins í heimahús og í Póstbox og pósthús. Á álagstimum og vegna veðurskilyrða geta orðið frekari tafir á dreifingu hjá póstinum. 

Fyrirtækjaþjónusta A4 dreifir vörum til fyrirtækja á Höfuðborgarsvæðinu. Öllum öðrum pöntunum er dreift af Póstinum. Gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vöru með Póstinum. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. 

Hvað ef vara er til í verslun en ekki vefverslun? 

Sumar vörur geta orðið uppseldar í vefverslun eða einstaka verslunum. Óvíst er hvort eða hvenær þær verða aftur aðgengilegar í vefverslun. 

Hvar finn ég skilamála og skilareglur A4?

Smelltu hér til að lesa gildandi skilmála A4

Greiðslumátar


Eftirfarandi greiðslumátar eru í boði á A4.is

Greiðslukort

Greitt er með kreditkorti eða nýjum debetkortum með 16 stafa númerum. Greiðsla fer fram í gegnum greiðslugátt Valitor sem uppfyllir allar öryggiskröfur og PCI DDS öryggisstaðla.

Allar greiðslur fara í gegnum 3D Secure, sem er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa.

Reikningsviðskipti

Fyrirtæki geta komist í reikningsviðskipti við okkur.  Hægt er að hafa samband í síma 580-0000 eða senda póst á panta@a4.is. Gera má ráð fyrir að það taki í það minnsta 1 virkan dag að stofna til reikningsviðskipta. 

Afhendingarmátar

Fyrirtæki: A4 bíll – Höfuðborgarsvæðið 0-1 virkir dagar

Pantanir fyrir kl. 10:00 eru afhendar samdægurs.
Pantanir eftir kl. 10:00 eru afhendar næsta virka dag.
Pantanir fyrir kl. 15:00 er hægt að sækja samdægurs í vöruhús A4, Köllunarklettsvegi 10, 104 Reykjavík

Fyrirtæki: Pósturinn – Landsbyggð 1-3 virkir dagar
Pantanir fyrir kl. 10:00 eru póstlagðar samdægurs. 
Pantanir eftir kl. 10:00 eru póstlagðar næsta virka dag.

Einstaklingar: Pósturinn – Höfuðborgarsvæði og Landsbyggð 1-3 virkir dagar. 
Pantanir fyrir kl. 10:00 eru póstlagðar samdægurs
Pantanir eftir kl. 10:00 eru póstlagðar næsta virka dag.

Sendingarkostnaður

Einstaklingar: Höfuðborgarsvæði og landsbyggð

*Heimsending með Póstinum kostar 1.290 kr. *

*Sending í Póstbox og á pósthús á pöntunum undir kr. 12.900 kostar 790 kr. *

*Pakki Heim er keyrður út til einstaklinga frá mánudegi til föstudags kl. 17:00 – 22:00 og til
fyrirtækja frá mánudegi til föstudags kl. 09:00 – 16:00 þar sem útkeyrsla er og á stærri stöðum.

* Pakki Heim er einungis hægt að fá þar sem Pósturinn hefur byggt upp heimkeyrslu
Þar sem ekki er í boði bein útkeyrsla með Póstinum er pakki sendur á næsta Pósthús og viðtakandi velur hvort hann sækir á pósthús eða greiðir Landspósti forgangsakstur fyrir heimkeyrslu gegn gjaldi Landpósts.

Pakkar 0-20 kg.: - Afhending miðast við heim að dyrum viðtakanda

Pakkar yfir 20 kg: - Afhending miðast við heim að dyrum viðtakanda. Stærri sendingar eru ekki fluttar upp stiga fjölbýlishúsa. Afhending miðast við aðalinngang viðtakanda.

Á minni þéttbýlisstöðum þar sem útkeyrsla er þá er tímasetning breytileg.

Nánar um skilmála Póstsins: https://www.postur.is/media/3561/pakkar-innanlands.pdf

Fyrirtæki: A4 bíll – Höfuðborgarsvæðið
Sendingarkostnaður á pöntunum yfir 25.000 kr. er innifalinn.
Sendingarkostnaður fyrir pantanir undir 25.000 kr. er 2.990 kr.

Fyrirtæki: Pósturinn - Landsbyggð
Sendingarkostnaður á pöntunum yfir 25.000 kr. er innifalinn.
Pakki Heim: Sendingarkostnaður fyrir pantanir undir 25.000 kr. er 2.990 kr.*

Viðgerðir

Tækjaviðgerðir: A4 býður viðgerðarþjónustu hjá sérhæfðum viðgerðaraðila fyrir öll helstu raftæki sem seld eru hjá fyrirtækinu og eru enn í ábyrgð.

Ef upp kemur bilun skal fara með vöruna ásamt reikningi til viðgerðaraðila A4 sem í þessu tilviki er Sónn rafeindaþjónusta. Þeir meta hvort viðgerðin falli undir ábyrgð.

Almenn ábyrgð á raftækjum er eitt ár til fyrirtækja og tvö ár til einstaklinga. Ábyrgð gildir ekki ef tækið hefur verið opnað eða átt við það nema að A4 eða Sónn hafi haft yfirumsjón með því eða samþykkt verkið. Auk þess gildir ábyrgðin ekki ef rekja má bilunina til illrar eða rangrar meðferðar eða ef um eðlilegt slit er að ræða.

Sé viðkomandi búsettur utan höfuðborgarsvæðisins er hægt að koma með vöruna í verslun A4 á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Að öðrum kosti er varan send í viðgerð á kostnað sendanda.

Viðgerðaraðili
Sónn rafeindaþjónusta ehf
Faxafeni 12
108 Reykjavík
www.sonn.is

Töskuviðgerðir:  Flestar Samsonite töskur eru með fimm ára ábyrgð, en einstaka tegundir með tíu ára ábyrgð.

Ef um framleiðslugalla er að ræða gilda ábyrgðarskilmálar og gert er við töskuna eiganda að kostnaðarlausu. Ef ekki reynist unnt að gera við gallaða tösku er henni skipt út fyrir nýja. Viðskiptavinur þarf að framvísa reikningi fyrir töskunni.

Töskuviðgerðin ehf,  Ármúla 34 er þjónustuaðili fyrir Samsonite ferðatöskur á Íslandi.
 
Ef taska skemmist í meðförum flutningsaðila (t.d. flugfélags) er það á ábyrgð viðkomandi flutningsaðila að greiða fyrir viðgerð á töskunni eða fyrir nýja tösku eftir því sem við á. Í slíkum tilvikum þarf að framvísa tjónaskýrslu frá flutningsaðila og í framhaldi metur Töskuviðgerðin tjónið og hvort hægt er að gera við töskuna. Ef ekki reynist unnt að gera við töskuna metur Töskuviðgerðin virði hennar. Í þeim tilvikum sem þarf að panta varahluti erlendis frá, til að gera við tösku, getur slíkt tekið allt að þrjár vikur.
 
Reynt er að tryggja að gert sé við allar Samsonite töskur sem þarfnast viðgerðar, en ef taskan er ekki keypt á Íslandi eða annars staðar í Evrópu, eða er eldri en tíu ára gömul, getur verið útilokað að útvega varahlut í viðkomandi tösku.
 
Ef ekki er hægt að gera við töskuna veitir A4, í samráði við Samsonite, afslátt af nýrri tösku.

Viðgerðaraðili
Töskuviðgerðir ehf
Ármúla 34
108 Reykjavík
www.toskuvidgerdin.is

Persónuverndarstefna A4

Persónuverndarstefna okkar gildir um allar þær persónugreinanlegar upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum vef okkar eða með öðrum rafrænum samskiptum.

A4, kt. 600209-0270 hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ná ekki til lögaðila.

A4 hefur persónuvernd og öryggi að leiðarljósi í allri meðferð upplýsinga um viðskiptavini sína og ber ábyrgð á þeim gögnum sem fyrirtækið safnar.

A4 selur aldrei persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína.

A4 leitast við að takmarka vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga og safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína né starfsmenn. Gildir það um heimsóknir á vef okkar og önnur rafræn samskipti.

Þú getur lesið þér til um réttindi þín á vef Persónuverndar.

Hvernig safnar A4 upplýsingum um þig?

Þegar þú nýtir þér vef okkar – www.a4.is - þá getur þú þurft að gefa upp tilteknar upplýsingar og einnig verða til upplýsingar um heimsókn þína.

  • Dæmi um upplýsingar sem þú gefur upp eru nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, greiðsluupplýsingar og greiðslukortaupplýsingar*.
  • Dæmi um upplýsingar sem verða til við heimsókn þína eru persónugreinanlegar upplýsingar á borð við nafn, kennitala, netfang og símanúmer. Landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert stödd/staddur), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.

Án þessara upplýsinga getur A4 ekki uppfyllt óskir þínar um viðskipti og þjónustu.

*A4 geymir aldrei kortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar um hvort að greiðsla hafi tekist eða ekki frá greiðslumiðlun.

Hvað notar A4 til að safna upplýsingum?

Vefur A4 er í rekstri hjá Þekkingu og nýtur þjónustu Advania, sem gert hafa vinnslusamning við A4 í samræmi við kröfur Persónuverndar.

A4 notar Google Analytics til vefmælinga. Í gegnum það eru ýmis atriði skráð eins og tími heimsókna á vefinn, dagsetning, gerð tækis, vafra og stýrikerfis. Kynntu þér hvernig Google notar gögn þegar þú heimsækir vef okkar

A4 notar hugbúnað sem er í rekstri hjá Þekkingu og nýtur þjónustu hjá Advania til að senda meðlimum í A4 klúbbnum upplýsingar um nýjar vörur, tilboð og í sambærilegum markaðslegum tilgangi. 

A4 notar netspjallið Facebook Messenger til að viðskiptavinir geti haft samband beint við þjónustufulltrúa í gegnum vefinn. Kynntu þér persónuverndarstefnu Facebook Messenger  

A4 notar vafrakökur (e. cookies) og þegar þú smellir á „Samþykkja“ ertu að leyfa okkur að nota vafrakökur.

Skilmálar vafrakaka

Vafrakökur eru litlar textaskrár, nokkurs konar fótspor sem vistast í tölvu notandans. Þær eru notaðar til að bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu til samræmis við auðkenninguna ásamt því að greina heimsóknir á vefsíðuna.

Aðrar vefsíður eiga ekki að geta lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í textaskránni. Með notkun vafraköku öflum við vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur skoða og getum því aðlagað vefinn betur að þörfum þeirra.

Með því að samþykkja skilmála um notkun á vafrakökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar eins og t.d.:

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
  • Lengd innlita gesta
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

Allar upplýsingar sem kökurnar gefa okkur eru nafnlausar og eru engar persónulegar upplýsingar vistaðar. Engum upplýsingum er deilt með þriðja aðila.

Í flestum vöfrum er hægt að breyta öryggisstillingum svo að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig á að vera hægt að eyða þeim. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna í stillingum flestra vafra. 

Réttur þinn

Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.

Persónuvernd heldur úti upplýsingavef fyrir almenning.

Ef þú vilt fá upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur þú sent okkur tölvupóst á personuvernd@a4.is 

Umhverfisstefna A4

A4 leitast eftir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og fylgir öllum lagalegum kröfum á sviði umhverfismála.

A4 endurnýtir og endurvinnur eftir fremsta magni allt það sem til fellur, til að lágmarka magns sorps eins og kostur er.

A4 Leggur áherslu á góða umgengni við umhverfið og endurvinnur og endurnýtir allt það sem fellur til í rekstri eins og mögulegt er, en fargar öðru á viðeigandi hátt.

A4 heldur orkunotkun í lágmarki og leitast við að draga úr mengun.

A4 leitast eftir að velja umhverfisvæna kosti umfram aðra við val á bílum.

A4 leitast við að starfsmenn séu ekki undir 16 ára aldri og er öllum lögum fylgt til hins ýtrasta.

A4 fylgir lögum og gildandi kjarasamningum hverju sinni og gilda ákvæði þess efnis um réttindi og skyldur s.s. vinnutíma, hvíldartíma, orlof, uppsagnarfrest og veikindaréttar.  Trúnaðarmenn eru starfandi innan fyrirtækisins sem fulltrúar milli starfsmanna og verklýðsfélaga og er kosning þeirra samkvæmt gildandi lögum.

A4 leitast eftir því að tryggja starfsfólki sínu heilsusamlegt og öruggt vinnuumhverfi. Öryggisleiðbeiningar, handbækur og áætlanir eru til á öllum  vinnustöðvum, ásamt því að öryggisfatnaður er notaður þar sem þess er krafist.

A4 hefur virka jafnréttisstefnu sem unnið er eftir og hlaut fyrirtækið jafnlaunavottun árið 2019.

Jafnréttisstefnu Egilsson ehf. er ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla á vinnustaðnum. Jafnréttisstefnan byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt 18. gr. laganna er henni ætlað að setja aðgerðabundna áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19. – 22. gr. laganna.

A4 leggur bann við allri mismunum. A4 mismunar ekki fólki eftir, kyni, kynþætti, trúarbrögðum, aldri, fötlun, kynhneigð, þjóðerni, stjórnmálaskoðunum né neinum öðrum þáttum.

A4 leitast eftir að forðast hvers konar hagsmunaárekstra í viðskiptum sínum.

A4 leggur áherslu á að vinna ávallt gegn spillingu og stundi heilbrigða og heiðarlega viðskipahætti.