AVA frá Johanson | A4.is

AVA frá Johanson

AVA frá Johanson

Nýja AVA sófa línan hefur verið sérhönnuð af Böttcher & Kayser til að mæta sívaxandi eftirspurn og áhuga á húsgögnum sem gefa notalegri og heimilislegri tilfinningu í almenningsrými.

Lykillinn að velgengni hér liggur í sameiningu hæginda og þæginda með miklu innihaldi af hönnun – forskrift sem AVA uppfyllir að öllu leyti. Aðlaðandi línur, mjúkt og stuðningsríkt áklæði, stakar sætiseiningar og lausir bakpúðar eiga sinn þátt í að tryggja að notendur skynji hátt stig hönnunar og upplyfi þægindi á háu stigi.

Grunnurinn fyrir AVA línuna er fjöldi ferhyrndra eininga í mismunandi stærðum, lögun og sæta fjölda til að mæta mismunandi þörfum í margs konar rými.

Þökk sé sveigjanleika framleiðsluferlisins og sérfræðiþekkingu Johanson teymisins, er hægt að nálgast flestar gerðir af vefnaðarvöru til að mæta óskum arkitekta og innanhússhönnuða. Það tryggir að AVA eigi heima bæði í hefðbundnu almenningsrými og í umhverfi þar sem stemningin á að vera afslappaðri.

Fréttir

Bail frá Johanson

Einingasófar - A4 Húsgögn

Bail frá Johanson er sería sem býður upp á gríðarlega möguleika. Hún hefur sérstakan karakter og fjölbreytt notkunarsvið. Hönnunin er af hönnuðardúettinum Böttcher-Kayser frá Berlín.

Bloom - Ocee&four

Einingasófar- A4 Húsgögn

Hvert sem rýmið þitt er, þá passar Bloom frá Ocee&Four fullkomlega inn. Hannað með fjölhæfni í huga, hægt er að raða og endurraða einingunum til að passa við hvaða skipulag sem er - allt frá notalegum krókum til stórra opinna rýma. Með ótal stillingum er til Bloom-uppsetning fyrir allar aðstæður.

Reform frá Johanson

Einingasófar - A4 Húsgögn

Einangraður sófi sem býður upp á ótakmarkaða möguleika til að breyta lögun og virkni, með léttri og glæsilegri hönnun. Reform sófakerfið frá Johanson býður upp á endalausa möguleika á samsetningu. Það eru til mismunandi bakhæðir, sætishæðir, 42, 46 og 65 cm, mismunandi armpúðar/skilveggir og fjölbreytt úrval af einingum. Möguleikarnir á að aðlaga Reform seríuna að sérstökum þörfum eða rýmum eru nánast óendanlegir