Fréttir & vörur
OWA
Umhverfisvæn dufthylki
Sérstaða OWA er að vera með endurvinnanleg dufthylki sem minnka umhverfisspor fyrirtækja en auk þess að vera umhverfisvæn eru dufthylkin almennt 30% ódýrari en önnur hylki á markaðinum. Eftir notkun er hægt að skila hylkjunum í verslanir okkar um allt land og við sjáum til þess að þau fari í rétta hringrás hjá OWA. Framtíðarsýn okkar er að starfsmaður frá okkur nálgist hylkin til fyrirtækja og þannig minnki umhverfisspor fyrirtækja á Íslandi.
Nýtt og spennandi garn komið í verslanir okkar
Við höfum tekið inn tvær nýjar tegundir af garni frá Dale - STERK og PUS - sem eru frábærar viðbætur í handavinnuúrvalið okkar.
Happy Plugs
Heyrnartól og hátalarar
Happy Plugs framleiðir notendavænar og fallegar gæðavörur sem passa inn í hvaða lífsstíl sem er og sameinar tækni, gæði og tísku á sérlega skemmtilegan og stílhreinan hátt. Smart og vönduð þráðlaus heyrnartól og hátalarar eru einkennismerki fyrirtækisins.
A4 Húsgögn
A4 aðili að rammasamningi ríkisins
Húsgögn
Nýlega tók gildi nýr rammasamningur ríkisins varðandi húsgagnakaup. Við erum ákaflega stolt af því að samningar skyldu nást þar sem uppfylla þurfti afar ströng skilyrði og er það mikil viðurkenning á því hversu vandaðar vörur og breitt úrval við höfum upp á að bjóða.
Hjálpræðisherinn
Húsgögn
Nýlegar höfuðstöðvar Hjálræðishersins á Íslandi hafa vakið athygli fyrir eftirtektarvert útlit. Þar er yfirstjórn samtakanna staðsett auk þess sem þar fer fram fjölbreytt starfsemi eins og samkomur, ýmiss konar velferðarþjónusta og veitingarekstur.
Biskupsstofa
Húsgögn
Nýjar höfuðstöðvar Biskupsstofu við Katrínartún taka svo sannarlega tillit til þarfa starfsfólks varðandi næðismiðaðar starfsstöðvar og hlýleika. Húsgögn frá A4 leika þar stórt hlutverk og skapa fallega umgjörð.