Four Fold felliborð frá Four Design er glæsilegt fjölnota borð hannað af Julian Evans & Barry Jenkins í samstarfi við Four Design.

Borðin hafa svokallaðan "flip-top" sem þýðir að borðplötu er hægt að fella en borðgrindina er þá hægt að keyra inn í næstu grind. Enska hugtakið yfir þetta er "nesting".

Þrjár stærðir í boði: 150x75 cm, 160x80 cm og 200x80 cm.
Margar útfærslur mögulegar af litum og áferð.
Möguleiki að tengja saman borð.
Möguleiki að fá stólaupphengjur undir borð.
Ein manneskja ræður auðveldlega við að fella borðið án verkfæra.
Borðið er með hjólum á öllum fótum sem býður uppá mikla möguleika við uppröðun og hreyfanleika milli rýma.
Möguleiki að fá úrtak og kapalbox (án innvols).

Eigum á lager Four Fold 150x75, með grárri borðplötu og svörtum fótum. Bjóðum þessi borð á einstöku kynningarverði. Hafið samband við sölumenn fyrir nánari upplýsingar.

5 ára ábyrgð.
Framleiðandi: Four Design

Komdu til okkar í sýningarsalinn í Skeifunni 17 og fáðu nánari upplýsingar eða sendu okkur póst á husgogn@a4.is og við svörum um hæl.