Það er neyðarástand í Skrímslaborg – slímskrímslin eru búin að sleppa út! Þetta slímuga gengi dregur fæturna í gegnum borgina og slær borgarskrímslin utan undir með klístruðum og slímugum höndunum. Ó NEI! Rikki Rokkstjarna lenti illa í því! En það eru ekki bara borgarskrímslin – slímskrímslin eru líka að slá hvort annað! Hver mun slá sem flest og vera fyrst/ur til að ná að stiganum?

Reyndu að ná fyrstur spjaldi með slímugu hendinni sem þú þarft að sveipla og veiða með, á undan meðspilurum.

Aldur: 5+ ára
Fjöldi leikmanna 2-4
Leiktími: 10 - 15 mínútur

Framleiðandi: Ravensburger