Greiðslumátar


Eftirfarandi greiðslumátar eru í boði á A4.is

Greiðslukort

Greitt er með kreditkorti eða nýjum debetkortum með 16 stafa númerum. Greiðsla fer fram í gegnum greiðslugátt Valitor sem uppfyllir allar öryggiskröfur og PCI DDS öryggisstaðla.

Allar greiðslur fara í gegnum 3D Secure, sem er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa.

Netgíró

Greiðsla fer fram í gegnum greiðslusíðu Netgíró. Með Netgíró er hægt að fá allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest. Öllum greiðslum hjá Netgíró fylgja tilkynningar-og greiðslugjöld sem eru breytileg eftir upphæð kaupa. 

Með Netgíró er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa í allt að 24 mánuði. Þú verslar með Netgíró í vefverslun eða verslun og dreifir greiðslunum sjálf/ur í appinu eða á þínum síðum hjá Netgíró.

Síminn Pay - Léttkaup

Pantanir yfir 10.000 kr. er hægt að greiða með Síminn Pay - Léttkaup.

Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla. Appið virkar fyrir öll fjarskiptafyrirtæki og banka, og virkar því fyrir öll íslensk debet- og kreditkort. Með Síminn Pay getur þú dreift greiðslum í allt að 36 mánuði.

Appið er aðgengilegt öllum snjallsímum sem eru með Android eða iOS stýrikerfi.

Þú sækir um Léttkaupskort í Síminn Pay appinu og greiðir með því hjá söluaðilum. Þá hefur þú allt að 14 daga til að greiða fyrir vöruna í appinu eða dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði.

Reikningsviðskipti

Fyrirtæki geta komist í reikningsviðskipti við okkur.  Hægt er að hafa samband í síma 580-0000 eða senda póst á panta@a4.is. Gera má ráð fyrir að það taki í það minnsta 1 virkan dag að stofna til reikningsviðskipta.