Það þarf ekki að vera flókið að föndra fallegt og persónulegt skraut fyrir veisluna. Sniðugt er velja þemalit, eins og uppáhalds litinn þinn eða liti uppáhalds íþróttaliðsins til að nota í skreytingar. Það er ekki einungis skemmtilegt að föndra, heldur færðu dýmæta samverustund með fjölskylduni og vinum í aðdraganda veislunnar.

Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir til að föndra fyrir veisluna. Að sjálfsögðu færðu allt sem þig vantar hjá A4. 

Fermingarkerti með mynd

Fermingarkerti með mynd

Auðvelt er að búa til fermingarkerti með mynd

  • Prentið á kertapappírinn mynd eða texta sem passar á kertið
  • Berið gott lag af kertalími á kertið og leggið kertapappírinn yfir svo hann límist vel við kertið.
  • Kertalímið er með eldrefjandi efni í sér sem ver pappírinn. Við mælum ekki með grönnum kertum þar sem loginn er of nálægt pappírnum og ávalt skal passa að kertið sé ekki skilið eftir án eftirlits.  

Þú finnur kertapappír hér og kertalím hér

Borði með fánaveifum

Borði með fánaveifum

Auðvelt er að útbúa flottar fánaveifur til að skreyta

  • Klipptu fánaveifur úr kartoni. Hægt er að nota þetta skapalón hér, eða búa til sjálfur. 
  • Búðu til lítil göt sitt hvoru megin við flata endann á veifunni.
  • Skrifaðu einn staf á hverja veifu. Ef þú ert að nota dökkt karton, er gott að nota Posca penna
  • Þræddu borða í gegnum veifurnar í réttri röð, svo að borðinn sé á bak við stafina. Nú er fánaveifan tilbúin til

Greinar með dúskum

Greinar með dúskum

Það er auðvelt að skreyta fallegar páskagreinar með dúskum. Skemmtilegt er að velja uppáhaldslitina eða til dæmis liti íþróttafélags ef það á við.  Límdu dúskana á greinarnar með límbyssu og raðaðu svo greinunum fallega í vasa. 

Páskalegar greinar

Páskalegar greinar

Klipptu greinar úr garðinum og spreyjaðu þær hvítar (eða í þeim lit sem þig langar). Skreyttu þær með fjöðrum og litlum þæfðum dúskum. Gott er að nota límbyssu til að festa á dúskana, en fjaðrirnar koma með vír sem hægt er að vefja um greinina. Þegar greinarnar eru tilbúnar, settu þær fallega í vasa. 

Vistvænn blómvöndur

Vistvænn blómvöndur

Að búa til vistvænan blómvönd sem hægt er að nota aftur og aftur. Veldu uppáhaldslitina þína í blómvöndinn.

Perlað skraut

Perlað skraut

Þegar kemur að perlum eru möguleikarnir óteljandi. Ef við höfum ákveðið eitthvað litaþema í veisluna, er gaman að finna perlur sem passa við og perlað saman í falleg munstur. Perluð form koma sérstaklega vel út hend upp og hægt er að bæta við skrauti eins og fjöðrum eða borða. 

Skreytt með blöðrum

Skreytt með blöðrum

Blöðrur í skemmtilegum litum geta skapað góða stemmningu og lífgað upp á veisluna. A4 býður upp á úrval af blöðrum sem þú getur skoðað hér