Fjölnotapappír í A3 stærð, 80 gr.

Fjölnotapappírinn er umhverfisvænn auk þess að vera rykfrír, aframagnaður og rétt skorinn þannig að hann flækist ekki í tækjunum.
Hentar í allar tegundir ljósritunarvéla og prentara. Pappirinn er framleiddur af UPM í verksmiðju sem heitir Kymi í Finnlandi.

Kymi hefur bæði ISO9002 og ISO14001 vottun. Þá er verksmiðjan með EMAS vottun sem er helsta umhverfisvottunarmerkið í Evrópu í dag.
Stærstur hluti trjáa sem fer í framleiðslu pappírssins kemur frá sjálfbærum skógum. Það þýðir að fyrir hvert tré sem er fellt er fleirum plantað í staðinn.

A3 pappír er afgreiddur í 500 blaða búntum, 5 búnt í einum kassa.