• Allar vörur

Val á skólatösku?

Að velja skólatösku er sennilega flóknasta valið þegar kemur að því að velja skólavörur. Skólataskan mun vera notuð nánast daglega yfir skólaárið. Við þurfum að ferðast með hana fram og til baka í skólann, bera í henni skólavörur og nestisbox og við munum ekki sýna henni neina miskun í umgengni. Það getur verið freistandi að velja flottustu töskuna, en hafa þarf í huga að hún sé passlega stór, þægileg og góð fyrir bakið.

Við höfum tekið saman nokkra punkta til að hjálpa við val á réttri skólatösku.

Rétt stærð

Rétt stærð á tösku

Fyrsta skrefið við val á skólatösku er að átta sig á réttri stærð. Það komast yfirleitt fleiri hlutir í stærri töskur, en ef taskan er of lítil er hætta á að þú komir ekki öllu fyrir. Best er að máta töskuna til að sjá hvort hún sé í réttri stærð, hvort stærðin passi og ganga úr skugga um að taskan sé þægileg á baki.

Vasar

Vasar og eiginleikar

Við val á tösku þarf að huga að því hvað notað daglega. Þegar leitað er að tösku undir fartölvu er gott að það sé sérstakt fóðrað hólf fyrir fartölvuna. Fartölvur geta verið mis stórar því þarf að passa að hólfið sé af réttri stærð. Ef fartölvuhólfið er aðalhólfið í töskunni er gott að hafa önnur hólf sem eru aðgengileg. Þau henta vel til að geyma smærri hluti eins og síma, lykla og/eða USB kubb og hólf utan á tösku hentar vel fyrir t.d. flöskur.

Ólar á tösku

Gott er að huga að ólunum að töskunni. Ef ferðalagið er langt er gott að hafa bólstraðar og múkar ólar sem fara vel með axlir og bak. Fyrir frekari stuðning eru sumar töskur með ól yfir bringuna. Þær koma sér vel fyrir auka stuðning og geta komið í veg fyrir of mikið álag á bakið. 

tvær töskur í einni

Tvær töskur í einni

Sumar töskur er hægt að stækka og minnka eftir því hver þörfin er hvern daginn. Þá daga sem þarf að bera minna, er einfaldlega hægt að renna annari töskunna af og velja þá tösku sem passar fyrir verkefni dagsins. 

Önnur atriði sem gott er að hafa í huga við val á skólatösku

mynd2

Herða þarf ólar sem fara yfir axlir þannig að efsta brún skólastöskunnar sé í hæð við axlirnar

Skolataska 1

Hæðarstillanlegt bak, kemur í veg fyrir slæma líkamstöðu og skekkju á bakinu

mynd3

Stillið og festið brjóstbandið þannig að það passi yfir brjóstkassa barnsins, það kemur í veg fyrir að ólarnar renni af öxlunum

mynd4

Mjaðmaólar koma í veg fyrir verki í baki og mjóhrygg