Af hverju Perluleir ?

Það er sérstaklega skemmtilegt að leira með perluleir. Það sem gerir perluleir sérstakan er hann er gerður úr frauðkenndum leir með litlum perlum í. Auðvelt er að móta hann og festa á aðra hluti eins og við, gler, pappa eða á fatnað. 

  • Perluleir er auðveldur í notkun og mjög sveigjanlegur

  • Perluleir festist við yfirborð á hlutum, en ekki á hendurnar

  • Perluleir þornar við herbergishita

  • Perluleir myndar ekki bletti og molnar ekki

Þeir sem loft þornar

Skreyttu hlutlausa muni með perluleir

Hægt er að breyta, skreyta og bæta allskonar hlutlausa hluti með perluleir. Auðvelt er að skapa fallega hluti og persónugera muni sem þú átt heima með því að nota perluleir.

  • ATH - Perluleir festist best við hluti sem hafa ekki verið málaðir á undan
  • Ef skreyta á hluti úr pappamassa - skulum við muna að fara varlega

Auðvelt er að blanda Perluleir í þann lit sem þú vilt

Hægt er að nota perluleir til að blanda saman við aðra liti (blanda grunnlitum rauðum, gulum og bláum saman) og búa til nýja liti. Þetta er ný og skemmtileg aðferð til að kenna lita blöndun 

Perluleir

Auðvelt er að festa skraut í perluleir. t.d. er hægt að festa pípuhreinsara, pallíettur, vængi og augu, og búa til könguló og hægt er að festa hluti í perluleirinn, þangað til hann fær að þorna

Klippa

Með skærum og öðrum verkfærum geturðu búið til smá og fíngerð smáatriði úr perluleir. T.d. er hægt að rúlla massann og móta með t.d. skærum eða formi eftir að hann hefur þornað. 

Bleyta

Ef þú geymir pelurleir í loftþéttu íláti hefur leirinn langan líftíma. Ef leirinn verður þurr, er hægt að endurheimta með smá vatni og mótun í höndunum

Nokkrar hugmyndir 

Einstakur rammi

Einstakur rammi

Klipptu út mynd 

Límdu myndina á milli tvegjja pappaspjalda, þar sem búið er að skera út gat fyrir myndina á annað spjaldið. Festu snæri eða vír í pappann og byrjaðu að skreyta spjaldið.

Láttu leirinn þekja allt spjaldið og notaðu skraut til að skreyta ramman ef þig langar. Bíddu svo á meðan ramminn harðnar. 

Pennastatíf

Notaðu karton innan úr klósettrúllu og þektu það með perluleir

Þegar perluleirinn hefur harðnað, festu þá á augu

Búðu til hendur og önnur smáatriði úr perluleir og festu á varlega. Láttu pennastatífið þorna að fullu fyrir notkun