Jólasveinn, Hurðaskellir, stytta nr. 7. Úr flokknum: Íslensku jólasveinarnir og hyski þeirra úr þjóðtrúnni. Handmálaðar styttur hannaðar fyrir Sólarfilmu af Brian Pilkington. Lýsing: Þetta er hann Hurðaskellir, 18. desember kemur hann til byggða og er sá sjöundi í röðinni. Merkilegt nokk er hann ekki jafn matgírugur og bræður hans heldur er hans besta skemmtun sú að skella hurðum svo að allt leiki á reiðiskjálfi. Framleiðandi: Sólarfilma.