• Allar vörur

Við verjum að jafnaði einum þriðja dagsins á vinnustaðnum og því er rétt hljóðvist þar lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan starfsfólks

A4 býður upp á mikið úrval af hljóðvistarlausnum sem auðveldar að skapa góða hljóðvist. Í opnum vinnurýmum þarf að skipuleggja rýmin þannig að hægt sé að taka símtöl í friði, eiga stutt samtöl við vinnufélaga eða taka sér stundarhvíld án þess að vinnufriði sér stefnt í hættu. Margar tegundir af skilrúmum og næðisklefum sem auðvelda að búa til góða hljóðvist og veita sveigjanleika til að breyta vinnuumhverfinu auðveldlega og aðlagast mismunandi aðstæðum, verkefnum og áskorunum hverju sinni. Hægt er að panta úr úrvali úr efnum til að passa að efnisvalið passi við aðrar innréttingar og hægt er að fá hljóðvistarlausnir sem hægt er að hengja í loft og veggi eða panela sem standa á gólfi og geta skapað næði.

Loop

Loop

Loop er hljóðdempandi plata frá Decibil by Johanson. Járnrammi umlykur fallegt bólstrið, sem er búið til úr besta mögulega hljóðísogsefnum frá Ecophone. Mikið úrval áklæða og lita eru í boði og auðvelt að útbúa ýmiskonar mynstur.

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17.

U-sit

U-sit

U-Sit sófakerfið býður fólki upp á að setjast niður í næði og er á sama tíma er bakið hljóðeinangrandi 

Hertz

Hertz

Hertz hefur framúrskarandi hljóðdempandi eiginleika og inniheldur besta mögulega hljóðísogsefni fáanlegt Ecophon Inside. Hertz kemur í átta stærðum, sem auðvelt er að sameina til að búa til mismunandi munstur og hægt er að panta Hertz með þinni eigin mynd eða myndefni sem er áprentað tilbúið til uppsetningar.

Romb

Romb

Romb er hljóðdempandi plata frá Decibil by Johanson og notar Ecophone sem er besta mögulega hljóðísogsefni fáanlegt. Romb plöturnar eru með járnrammi umlykur bólstrið. Mikið úrval áklæða og lita eru í boði og  auðvelt að útbúa ýmiskonar mynstur.

Þessa vöru getur þú skoðað og prófað í sýningarsal húsgagna í Skeifunni 17

Johanson er sænskt fyrirtæki, sem leggur áherslu á gæði, sjálfbærni og umhverfið og framleiðir næstum öll sín húsgögn í Svíþjóð.  Johanson býður upp á úrval af hljóðeinangrandi panelum sem koma í úrvali af litum og gerðum. 

sshhh 2

sshhh 2

Frá Studio Anti Evavaara Design kemur sshhh2 sem bæði er hægt að nota sem fundarrými fyrir tvær persónur eða næðisrými fyrir eina til tvær persónur. Auðvelt er að færa klefann til ef breyta þarf uppsetningu heildarrýmis. sshhh2 kemur í úrvali áklæða og lita, tekur aðeins 2fm af gólfplássi og tekur eingöngu um 10 mínútur að gera hann tilbúinn til notkunar. Klefinn kemur á hjólum og er auðvelt að færa hann til.

sshhh 11

sshhh 11

sshhh11 er símaklefi/næðisrými fyrir einn. Auðvelt er að færa klefann til ef breyta þarf uppsetningu heildarrýmis og hægt er að fá sshhh11 með úrvali áklæðis og lita. sshhh11 þarf einungis 1fm af gólfplássi og eru nett hjól undir klefanum sem auðvelda flutning. sshhh11 kemst í gegnum 80 cm. breiðar dyr og passar í lyftu milli hæða.

Líta má á Antti Evävaara sem brautryðjanda í næðishúsgagnahönnun í Evrópu en það var árið 2002 sem hann hannaði Silence chair.  Það var fyrsta varan frá honum í næðishúsgögnum. Básarnir eru léttir og færanlegir og taka lítið pláss. Samsetning og gangsetning er einstaklega þægileg, það eina sem þarf að gera er að setja básana í samband og þeir eru tilbúnir til notkunar. Skoðið betur úrvalið frá Studio Anti Evavaara Design hér

EFG Mingle

EFG Mingle

EFG Mingle sófakerfið er hannað með sveigjanleika og þægindi í huga, og taka sófarnir lítið pláss. Hátt sófabakið dregur úr hávaðamengun og skapar næði.

EFG Surround pod

EFG Surround pod

EFG Surround býður upp á margar lausnir til að búa til næði í opnum rýmum og er í raun bæði herbergi og hljóðvistareining.

EFG Surround og Nova

EFG Surround og Nova

EFG Surround vinnustöð er hægt að nota í opnum rýmum til að skapa herbergi eða sem færanlega vinnustöð. 

EFG býður upp á mikið úrval af hljóðvistareiningum og skilrúmum sem auðveldar að búa til góða hljóðvist, ásamt næðisklefum sem hægt er að nota sem hljóðlátt rými til að nota þegar einbeitingar er þörf. Auðvelt er að leggja saman panelana, sem veitir mikinn sveigjanlega í síbreytilegu vinnuumhverfi

Four Design Wallpod

Four Design Wallpod

FourUs Wallpod er fullkomin lausn sem lendingarsvæði fyrir vinnusvæði eða bara til að fá næði og tala í símann án truflana. FourUs Wallpod tekur mjög lítið pláss og er því tilvalin lausn til að skapa vinnupláss á áður ónýttu svæði.

Four Design Booth

Four Design Booth

Four Design Booth er fjölnota rými til að hittast og slaka á, einbeita sér eða til að nota sem fundarherbergi. Four Design Booth veitir næði og skapar hljóðvist og er því sannkallaður griðarstaður í opnu rými.

Four Design Fabricks

Four Design Fabricks

Four Design Fabricks eru hljóðeinangrandi kubbar sem eru hannaðir til þess að skipta upp rými og draga úr hávaða. Þessi skemmtilega lausn býður upp á sveigjanleika til að breyta opnum rýmum á augnabliki og er því frábær lausn fyrir síbreytilega teymisvinnu. 

Four Design Den

Four Design Den

Den er frábært hávaðavarið vinnuathvarf, sem aðskilur starfsmannin vel frá þeim hávaða sem getur skapast í opnum rýmum. Hægt er að fá vinnustöðina í mörgum útfærslum og með lausnum fyrir tæknibúnað og rafmagn.

Danska fyrirtækið Four Design leggur mikla áherslu á umhverfisþáttinn í framleiðslu sinni og er markmiðið að öll húsgögn verði að minnsta kosti 95% endurvinnanleg. Að auki vinnur fyrirtækið eftir ISO 14001 og ISO 9001 stuðlunum sem eru ströngustu mögulegu umhverfisstuðlar varðandi húsgagnaframleiðslu. Four Design bjóða upp á úrval af básum, fundarhólfum, hljóðvistareiðingum og skilrúmum og eru húsgögnin hönnuð með sérstökum efnisvali, með að markmiði að draga úr hávaða og auka næði, athygli og fókus. 

Bob Hide

Bob Hide

BOB Hide býður upp á möguleikann til að skapa einkarými og hljóðvist fyrir allskonar rými. BOB Hide sófann er hægt að hanna óreglulegan í laginu er hann því tilvalin til að láta flæða yfir rými. BOB Hide er hægt að fá með mismunandi aukahlutum.

Bob 19

Bob 19

BOB-19 sófakerfið býður upp á Plexi skilrúm, sem auðvelt er að setja upp og fjarlægja án verkfæra og er því hægt að endurraða skilrúmum til að skapa stærri eða minni svæði á stuttum tíma. 

Bob Job

Bob Job

BOB Job er sófakerfi sem er fullkomin lausn fyrir frjálslegt og skapandi vinnuumhverfi. Hægt er að fá úrval af aukahlutum fyrir BOB Job eins og töflur, skilrúm og hillum. 

Blå Station er fjölskyldufyrirtæki í Åhus á suðurströnd Svíþjóðar. Fyrirtækið var stofnað árið 1986 og rætur þess og áherslur liggja í hágæða hönnun en það var einmitt einskær áhuga hönnuðar á að setja á markað eigin húsgögn sem lagði grunninn að Blå Station. Nýsköpun, forvitni og notendamiðuð húsgögn eru útgangspunktar í hönnun Blå Station. Þar trúir fólk því að ný húsgögn eigi að vera betri og bjóða eitthvað umfram þau húsgögn sem þegar eru á markaðnum og bjóða upp á hljóðvistarsófa af ýmsum stærðum gerðum 

Scala XL

Scala XL

Scala hljóðvistar línan frá Abstracta er innblásin af íslenskum húsum sem eru klædd með bárujárni. Línan er ekki eingöngu falleg á að horfa heldur er hún með frábæra hljóðdempandi eiginleika. Hægt er að fá 4 útgáfur af einingunum, lofthengdum, vegghengdum, gólfskilrúm og sem borðskrilrúm.

ABSD Modular

ABSD Modular

dB Modular sófinn er mjúkur, þægilegur og skapar frábærar aðstæður fyrir hljóðvist. Varan er hönnuð af Thomas Bernstrand til að gera almennings og vinnurými minna þægilegri og með betri hljóðvist. Textílafgangar frá verksmiðjum Abstractas er notaður sem hljóðfylling og til að minnka kolefnisspor. 

Domo Wall booth

Domo Wall booth

Domo Wall booth var hannaður til að leysa það vandamál hvert hægt sé að fara þegar þarf að fara á rólegt einkarými til að hringja eða einbeita sér.

Sky Ceiling

Sky Ceiling

Hönnun Sky Ceiling er innblásin af himninum og er frábær hljóðlausn sem passar bæði á loft og veggi. Hægt er að leika sér með uppsettningu, þar sem sky ceiling er sett upp með segla festingu 

Á liðnum árum hefur orðið bylting þegar kemur að hljóðvistarlausnum en sænska fyrirtækið Abstracta tekur þeirri byltingu fagnandi, enda alls ekki nýgræðingur á því sviði. Abstracta hefur framleitt hljóðvistarlausnir frá árinu 1972 og er því sannkallaður brautryðjandi. Fyrirtækið útvegar fjölbreyttar, vandaðar og smekklegar lausnir fyrir hverskyns umhverfi, allt frá hljóðísogandi skilrúmum og yfirborðslausnum til húsgagna með hljóðvistunar eiginleika

Nordgrona Convex

Nordgrona Convex

Convex eru hljóðdempandi panelar úr hreindýramosa sem hægt er að fá í mörgum stærðum og gerðum. 

Nordgrona Saga

Nordgrona Saga

Korkur er frábært vistvænt efni sem er gott að nota á skrifstofuna. Hægt er að festa miða á hann, svo hefur hann frábæra hljóðdempandi eiginlega. Korkur er léttur og hefur eldvarnar eiginleika og þarfnast ekki viðhalds.

Nordgröna framed moss

Nordgröna framed moss

Þú getur skapað þitt eigið verk með hreindýramosa. Veldu uppáhaldslitina þína og skapaðu listaverk með hljóðdempandi eiginleika, sem kemur tilbúið til að hengja upp á vegg. 

Saga Nordgröna byrjaði þegar námsmennirnir Osvar, Joris og Sander (sem eru tvíburabræður) voru í fjallgöngu á rigningadegi í Svíþjóð og uppgötvuðu getu hreindýramosa til að taka í sig vatn og halda tjöldum þurrum. Í framhaldi fundu þeir leið til að nota hreindýramosa og búa til fjölhæf, náttúruleg og endurvaxandi efni í nútíma búsetu- og vinnurými og hafa verið að þróa nýjar nýjar vörur síðan. Hreindýramosi helst mjúkur og þarfnast ekki viðhalds og er vottaður með ISO9001 og 14001

Sigurveig
Sigurveig Ágústsdóttir
sölustjóri
s: 5800085
sigurveig@a4.is
Rakel Hafberg
Rakel Hafberg 
söluráðgjafi / arkitekt
s: 5800085
rakelhafberg@a4.is
Árni
Árni Galdur Einarsson
söluráðgjafi
s: 5800085
arnigaldur@a4.is
team husgögn

Húsgagnadeild A4 býður fjölbreytt úrval hágæða húsgagna og sniðugra lausna fyrir nútíma vinnurými. Huga þarf að vellíðan starfsfólks og skapandi andrúmslofti. Sjá frétt