Logalaus vaxkerti

A4 selur mjög raunveruleg logalaus Led vaxkerti með fjarstýringu
Vinsælu LED vaxkertin okkar koma þrjú í pakka og eru þau allra flottustu á markaðnum. Loginn er svo raunverulegur að margir hafa reynt að blása á hann til að slökkva og enn fleiri passað að brenna sig ekki, en auðvitað er engin hætta á því. Áhyggjur af því að stofna út frá logandi kertum heyra sögunni til og engin hætta er á að kvikni í kertaskreytingunum, gluggatjöldum eða nebbanum á forvitnum kisum. Með kertunum fylgir fjarstýring (rafhlaða fylgir fjarstýringu) svo hægt er að slökkva á kertunum án þess að taka þau öll upp til að finna takkann sem er undir þeim. Hægt er að stilla kertin á "timer". Þá loga þau í 6 klst og slökkva þá á sér. Svo kviknar aftur á þeim daginn eftir, á sama tíma og þau voru upphaflega stillt á "timer". Agalega huggulegt að koma heim úr vinnunni þegar kertin taka flöktandi á móti manni. Þetta sparar líka rafhlöðurnar hjá þeim sem eiga það annars til að gleyma að slökkva. Áferðin á kertunum er einstaklega raunveruleg, enda úr vaxi. Rafhlöður fylgja ekki með kertunum svo mikilvægt er að kaupa þær aukalega.

Tengdar greinar